Genúasegl

From Wikipedia, the free encyclopedia

Genúasegl

Genúasegl, genúa eða genúafokka er stórt stagsegl sem er notað á slúppum og er stærra en venjuleg fokka sem er aldrei stærri en þríhyrningurinn sem markast af framsiglustaginu, þilfarinu (eða bugspjótinu) og mastrinu. Genúasegl er með afturskaut sem nær aftur fyrir mastrið og fellur þannig yfir stórseglið að hluta. Í kappsiglingum er misjafnt hvaða reglur gilda um genúasegl, en algengt er að takmarka hversu mikið stærri þau mega vera miðað við áðurnefndan þríhyrning (150%, 130% o.s.frv.).

Kútter með genúasegl á fremra framstaginu og fokku á því aftara.

Genúasegl tekur meiri vind en venjuleg fokka og eykur þannig hraða bátsins. Á móti kemur að erfiðara er að venda þar sem færa þarf seglið fram fyrir mastrið og strekkja það aftur hinum megin sem skapar hættu á að það flækist í stögunum eða mastrinu.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.