Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Gagnfræðaskólinn við Lindargötu eða Lindargötuskólinn var framhaldsskóli í Reykjavík við Lindargötu í Reykjavík eftir að Gagnfræðaskóli Reykjavíkur flutti þaðan 1949. Lindargötuskólinn var undanfari fjölbrautaskóla en árið 1969 var stofnað til framhaldsnáms við Gagnfræðaskólann við Lindargötu fyrir nemendur sem ekki uppfylltu inntökuskilyrði menntaskólanna. Á þessum tíma þurftu nemendur að ljúka landsprófi miðskóla til að komast inn í menntaskóla.
Í Lindargötuskólanum var boðið upp á tveggja ára framhaldsdeildir (5. og 6. bekk) að loknu gagnfræðaprófi í fjórum deildum, það er verslunarnám, hjúkrunarbraut, eðlisfræðibraut og uppeldisbraut. Haustið 1977 fluttust heilbrigðis- og uppeldissvið Lindargötuskólans í Ármúlaskóla og runnu saman við skóla sem síðar varð Fjölbrautaskólinn við Ármúla.
Áður en hann kom til var þar starfandi Franski spítalinn í Reykjavík. Lindargötuskólinn varð síðan að Tónmenntaskóla Reykjavíkur.
Hafsteinn Þór Stefánsson var skólastjóri við Gagnfræðaskólann við Lindargötu frá 1972 til 1977.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.