From Wikipedia, the free encyclopedia
Gaddavír á gresjunni (franska: Des barbelés sur la prairie) eftir Maurice de Bevere (Morris) og René Goscinny er 29. bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 1967, en sagan sem hún hefur að geyma birtist fyrst í teiknimyndablaðinu Sval (f. Le Journal de Spirou) árið 1965.
Garðyrkjubóndinn Áslákur hefur keypt landskika á sléttunni miklu. Þegar nautahjörð í eigu hins digra Kussa Kassa, nautabaróns sem situr í nálægum bæ, er rekin þvert yfir jörð Ásláks með tilheyrandi landspjöllum heldur Áslákur til fundar við Kussa á krá hans í Kúagili. Kussi bregst illa við erindinu, en Lukku Láki, sem fyrir tilviljun er staddur á kránni, bjargar bóndanum frá því að verða hengdur í hæsta gálga af Kussa og kumpánum hans. Þegar Áslákur bregður á það ráð að girða land sitt með gaddavír verður fjandinn laus þar sem það þykir jaðra við landráð að reisa gaddavírsgirðingar á sléttunni. Áslákur leitar liðsinnis annarra bænda í héraðinu, en Kussi Kassi smalar til sín digrustu kúakóngum og nautabarónum til að ráða niðurlögum Ásláks og félaga. Það kemur í hlut Lukku Láka að búa bændurna undir komandi uppgjör.
Gaddavír á gresjunni var gefin út af Fjölva árið 1979 í íslenskri þýðingu Þórs Stefánssonar. Þetta er 20. bókin í íslensku ritröðinni.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.