Ríki sem ræður málum sínum sjálft From Wikipedia, the free encyclopedia
Fullvalda ríki er ríki, sem hefur yfir að ráða landsvæði, innan hvers fullveldi þess er viðurkennt, auk íbúa, stjórnvalda og sjálfstæðis frá öðrum ríkjum. Fullvalda ríki hefur vald til þess að eiga í misnánum samskiptum við erlend ríki og gera bindandi samninga.
Enda þótt samkvæmt skilgreiningu ætti að geta verið til fullvalda ríki sem er ekki viðurkennt af öðrum ríkjum reynist þó flestum ríkjum erfitt að rækja fullveldi sitt án viðurkenningar annarra ríkja á fullveldi þess.
Fylki Bandaríkjanna eru oft nefnd ríki þó þau séu ekki fullvalda.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.