Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Friðarsinni er manneskja sem vill að friður ríki meðal fólks. Þótt flestir vilji það, þá er hugtakið yfirleitt tengt við fólk sem beitir sér á einn eða annan hátt gegn ófriði, einkum stríðsrekstri. Friðarbarátta er nátengd baráttu fyrir m.a. lýðræði, mannréttindum og jafnrétti og samtök friðarsinna hafa þessi málefni oft öll á stefnuskrá sinni.
Sumir friðarsinnar aðhyllast fortakslausa friðarhyggju og hafna allri valdbeitingu. Þeir álíta að leiðirnar til að berjast gegn yfirgangi, óréttlæti eða ofbeldi séu fólgnar í friðsömum aðferðum á borð við fundi, kröfugöngur, mótmæli, bréfaskriftir, undirskriftasafnanir o.s.frv.
Sumir friðarsinnar vilja ekki bara frið heldur réttlátan frið, og setja valdbeitingu valdamanna ekki undir sama hatt og andspyrnu gegn henni. Þeir fordæma þannig ekki andspyrnuhreyfingar sem berjast gegn hernámi eða skæruliða sem berjast gegn einræðisstjórnum og setja auk þess ekki endilega samasemmerki milli ríkja sem þeir telja að stundi heimsvaldastefnu og ríkja sem streitast gegn henni.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.