From Wikipedia, the free encyclopedia
Francis Joyon (f. 28. maí 1956) er franskur siglingamaður sem átti metið í siglingu einmenningsbáts kringum hnöttinn. Metið setti hann með því að sigla á 100 feta þríbytnunni IDEC II umhverfis jörðina frá 23. nóvember 2007 til 20. janúar 2008 eða á 57 dögum, 13 klukkustundum, 34 mínútum og 6 sekúndum. Hann bætti þannig fyrra met Ellen MacArthur um þrettán daga. Joyon hafði áður sett metið (sem Ellen bætti) árið 2004 með 90 feta þríbytnunni IDEC, en sú hringferð tók 72 daga og 22 tíma. Thomas Coville sló metið árið 2016.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.