Remove ads
Frumefni með efnatáknið P og sætistöluna 15 From Wikipedia, the free encyclopedia
Fosfór er frumefni með efnatáknið P og er númer fimmtán í lotukerfinu. Fosfór er fjölgildur málmleysingi í niturflokknum og finnst oftast nær í ólífrænum fosfatsteinum og í öllum lifandi frumum en ekki í hreinu formi í náttúrunni. Hann er mjög hvarfgjarn, á sér margar birtingarmyndir og er nauðsynlegur öllum lífverum. Fosfór gefur frá sér dauft ljós er hann binst við súrefni. Orðið fosfór er komið úr grísku, og þýðir í raun ljósberi: phôs sem þýðir „ljós“, and phoros sem þýðir „sá sem ber eða beri“ - þ.e.a.s. ljósberi. Forngrikkir kölluðu reikistjörnuna Venus fosforos.
Nitur | |||||||||||||||||||||||||
Kísill | Fosfór | Brennisteinn | |||||||||||||||||||||||
Arsen | |||||||||||||||||||||||||
|
Fosfór til almennrar nota er helst að finna í áburði, en einnig í sprengiefni, eldspýtum, flugeldum, meindýraeitri, tannkremi og þvottaefni. Hvítur fosfór er vaxkennt efni við herbergishita sem glóir í myrkri. Snerting við húð getur valdið alvarlegum brunasárum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.