Fosfór er frumefni með efnatáknið P og er númer fimmtán í lotukerfinu. Fosfór er fjölgildur málmleysingi í niturflokknum og finnst oftast nær í ólífrænum fosfatsteinum og í öllum lifandi frumum en ekki í hreinu formi í náttúrunni. Hann er mjög hvarfgjarn, á sér margar birtingarmyndir og er nauðsynlegur öllum lífverum. Fosfór gefur frá sér dauft ljós er hann binst við súrefni. Orðið fosfór er komið úr grísku, og þýðir í raun ljósberi: phôs sem þýðir „ljós“, and phoros sem þýðir „sá sem ber eða beri“ - þ.e.a.s. ljósberi. Forngrikkir kölluðu reikistjörnuna Venus fosforos.

Nánari upplýsingar Efnatákn, Sætistala ...
Loka

Fosfór til almennrar nota er helst að finna í áburði, en einnig í sprengiefni, eldspýtum, flugeldum, meindýraeitri, tannkremi og þvottaefni. Hvítur fosfór er vaxkennt efni við herbergishita sem glóir í myrkri. Snerting við húð getur valdið alvarlegum brunasárum.


  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.