From Wikipedia, the free encyclopedia
Flatbrauð af ýmsu tagi eru elsta og upprunalegasta brauðtegund sem mannkynið fór að gera og er talið að þau hafi verið bökuð í meira en sex þúsund ár. Flatbrauðbakstur virðist hafa þróast á svipaðan hátt víða um heim, raunar alls staðar þar sem kornrækt var tíðkuð, allt frá Mesópótamíu, Persíu, Indlandi og Kína til Evrópu, Mexíkó og Norður- og Suður-Ameríku.
Þau eru bökuð úr öllum korntegundum sem ræktaðar eru í einhverjum mæli, svo sem hveiti, maís, höfrum, rúgi, bókhveiti, hrísgrjónum, hirsi og dúrru, svo og úr baunum, linsubaunum og rótargrænmeti eins og kartöflum. Oft eru þau án lyftiefna (ósýrð) en í sum eru notuð lyftiefni, ýmist ger, lyftiduft, matarsódi eða önnur efni. Sum eru steikt á pönnu, önnur bökuð á glóð eða heitum steinhellum eða í ofni. Sum eru næfurþunn, einkum þau sem eru án lyftiefna, önnur nokkurra sentímetra þykk og matarmikil.
Flatbrauð hafa ekki síst notið vinsælda þar sem eldsneytisskortur ríkir því þau eru oftast fljótbökuð og því þarf lítið eldsneyti þegar þau eru bökuð. Þetta gilti til dæmis um íslenskar flatkökur, sem áður voru bakaðar á glæðum við hlóðaeld en nú oft á eldavélarhellu í heimahúsum.
Af þekktum tegundum flatbrauðs má meðal annars nefna skandinavískt hrökkbrauð, norskar lefsur, ítalskt focaccia og piadina, indverskt chapati, dosai, roti, paratha, naan og pappadum, injera frá Eþíópíu, tyrkneskt pide, arabískt khubz og pítubrauð, persneskt/armenskt lavash og mexíkóskar tortillur. Pizzur eru þó líklega ein þekktasta flatbrauðstegundin.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.