From Wikipedia, the free encyclopedia
Fabersþinur (Abies fabri) barrtrjártegund sem er einlend í Sichuan í vestur Kína, þar sem hún kemur fyrir á hinu helga fjalli; Emei Shan (þaðan sem honum var fyrst lýst) og vestur til Gongga Shan fjallabálksins, og vex hann í 1500 til 4000 metra hæð.[2][3][4]
Fabersþinur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Abies fabri (Mast.) Craib | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Keteleeria fabri Mast. (basionym) |
Þetta er tré sem verður að 40 metra hátt, með stofn að 1 metra í þvermál, og keilulaga til breið súlulag krónu. Sprotarnir eru gulbrúnir, hárlausir eða gishærðir. Barrið er nálarlaga, 1.5 til 3 sm langt og 2 til 2.5 mm breitt, gljáandi dökkgrænt að ofan, og með tvær hvítar loftaugarákir að neðan; blaðjaðrarnir eru lítið eitt upprúllaðir. Könglarnir eru sívalir, 5 til 11 sm langir og 3 til 4.5 sm breiðir með lítið eitt útstæðum hreisturblöðkum, dökk purpuralitir óþroskaðir, og verða purpurabláir við þroska.[2][4]
Það eru tvær undirtegundir:[2][3]
Abies fabri er náskyldur Abies delavayi og Abies forrestii, sem taka við af honum í suðri og vestri í suðurhluta Sichuan og Yunnan, einnig Abies fargesii, sem tekur við af honum lengra norður í Gansu.[2]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.