From Wikipedia, the free encyclopedia
Fósturskóli Íslands tók formlega til starfa árið 1973. Skólinn byggði á eldri grunni og var arftaki Uppeldisskóla Sumargjafar sem starfaði frá 1946-1957 og Fóstruskóla Sumargjafar sem starfaði frá 1957-1973. Tilgangur Fósturskólans var að mennta fólk til starfa á leikskólum.
Uppeldisskóli Sumargjafar var stofnaður af Barnavinafélaginu Sumargjöf árið 1946 að tillögu Þórhildar Ólafsdóttur forstöðukonu leikskólans Tjarnarborg. Þórhildur taldi mikla þörf á að fjölga fagmenntuðum konum á þeim þremur dagheimilum sem rekin voru af Sumargjöf og undir forystu Ísaks Jónssonar formanns félagsins tókst að afla styrkja frá ríki og borg svo unnt væri að stofna skólann.[1] Á þessum árum var lítill skilningur í samfélaginu á þörfinni fyrir leikskólauppeldi og nauðsyn þess að mennta fólk til starfa á leikskólum.[2]
Árið 1957 var nafni skólans breytt í Fóstruskóli Sumargjafar og starfaði skólinn undir því nafni til ársins 1973 er ríkið yfirtók hann og nafninu var breytt í Fósturskóla Íslands. Við breytinguna varð skólinn jafnt fyrir konur og karla og inntökukröfur voru auknar og var krafist stúdentsprófs eða gagnfræðaprófs að viðbættu tveggja ára námi. Hægt var að víkja frá inntökukröfunum ef umsækjandi átti að baki langan starfsferil á viðurkenndum uppeldisstofnunum fyrir börn.
Fyrsti skólastjóri Fósturskóla Íslands var Valborg Sigurðardóttir en hún hafði lokið MA-námi í uppeldis- og sálarfræði í Bandaríkjunum. Valborg starfaði sem skólastjóri skólans og forvera hans í 39 ár. Gyða Jóhannsdóttir tók við starfinu.
Árið 1998 sameinaðist Fósturskólinn Kennaraháskóla Íslands og fóstrunám færðist þá yfir á háskólastig. Í lögum um leikskóla sem tóku gildi árið 1994 var hætt að nota starfsheitið fóstra og starfsheitið leikskólakennari tekið upp.
Við sameiningu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands árið 2008 varð Menntavísindasviði Háskóla Íslands til og innan sviðsins er nú leikskólakennaradeild, sem segja má að sé arftaki Fósturskóla Íslands.[1] Leikskólakennarafræði eru einnig kennd við Háskólann á Akureyri.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.