From Wikipedia, the free encyclopedia
Epiktetos – (stundum kallaður Epiktet á íslensku ) – (55 – 135 e.Kr.) var grískur þræll og stóuspekingur. Hann er talinn hafa fæðst í Hierapolis í Frýgíu í Grikklandi (nú Tyrklandi). Hann bjó um tíma í Rómarborg, eftir að hann varð leysingi, uns hann var sendur í útlegð til Níkopólis í Norðvestur-Grikklandi á árabilinu 88-93, þar sem hann svo dó.
Vestræn heimspeki Fornaldarheimspeki | |
---|---|
Nafn: | Epiktetos |
Fæddur: | 55 |
Látinn: | 135 |
Skóli/hefð: | Stóuspeki |
Helstu ritverk: | Ræður; Handbókin |
Helstu viðfangsefni: | Siðfræði |
Áhrifavaldar: | Zenon frá Kítíon, Krýsippos |
Hafði áhrif á: | Markús Árelíus |
Epiktetos skrifaði engar bækur, svo að vitað sé, heldur var kennsla hans munnleg. Meðal nemenda hans var Flavius Arrianus, sem skrifaði hjá sér orð meistara síns. Talið er að hann hafi ritað átta bækur með ræðum hans, og eru fjórar þeirra varðveittar. E.t.v. einnig tólf bækur með samræðum, en þær eru allar glataðar. Loks skráði Arrianus kver, sem kallað er Handbók Epiktets.
Dr. Broddi Jóhannesson þýddi á íslensku Handbók Epiktets, og kom hún út 1955.
Í bókinni er 28 bls. eftirmáli um Epiktetos og stóuspekina. Þar segir að hann hafi fæðst um 50, og dáið um eða eftir 138 e.Kr.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.