From Wikipedia, the free encyclopedia
Einhenti bandíttinn (franska: Le Bandit manchot) eftir Morris (Maurice de Bevere) og Bob de Groot er 48. bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 1981.
Bræðurnir Adolf og Arthúr Kelasynir eru uppfinningamenn frá náttúrunnar hendi og hafa fundið upp nýja spilavél, Svarta köttinn. Þeir hyggja á sýningarferð með gripinn um Villta Vestrið og þingmaður kjördæmisins, Alli Allsodd, fær Lukku Láka til að fylgja þeim í öryggisskyni. Spilavélin slær strax í gegn, en þegar vélin er kynnt á krá í bænum Pókurgili (e. Poker Gulch) vekur hún ugg hjá tveimur fjárhættuspilurum sem óttast að vélin muni ganga frá atvinnugrein þeirra dauðri. Þeir reyna ýmislegt til að stöðva för Lukku Láka og Kelabræðra, en eru gripnir af Láka þegar þeir sprengja brú yfir gil á leið til Ásabæjar. Þeim tekst þó að komast undan og bræðurnir halda áfram ferðinni.
Einhenti bandíttinn var gefin út af Fjölva árið 1981 í íslenskri þýðingu Þorsteins Thorarensen. Þetta er 29. bókin í íslensku ritröðinni.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.