From Wikipedia, the free encyclopedia
Edward Gibbon (8. maí 1737 – 16. janúar 1794) var enskur sagnfræðingur, þekktur fyrir verk sitt The History of the Decline and Fall of the Roman Empire sem kom út í mörgum bindum á árunum 1776 til 1788. Hann var undir miklum áhrifum frá skynsemishyggju upplýsingarinnar og taldi útbreiðslu kristni vera helstu ástæðu afturfarar á miðöldum. Hann bjó í mörg ár í Lausanne í Sviss og leit að ýmsu leyti á sig fremur sem Svisslending en Englending. Hann skildi ákveðið á milli frumheimilda og eftirheimilda og tók þær fyrrnefndu fram yfir þær síðarnefndu. Meðal annars þess vegna hefur hann verið talinn með fyrstu nútímasagnfræðingunum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.