From Wikipedia, the free encyclopedia
Thomas Alva Edison (11. febrúar 1847 — 18. október 1931) var bandarískur uppfinningamaður, sem varð frægur á 19. öld fyrir fjölmargar uppfinningar sínar. Hann endurbætti ljósaperuna, símann, fann upp hljóðritun og kvikmyndun, smíðaði fyrsta kvikmyndaverið, stóð fyrir raflýsingu New York-borgar og þannig mætti lengi telja.
Edison var mjög vinsæll meðal almennings fyrir uppfinningar sínar, sem höfðu mikið gildi og gjörbreyttu daglegu lífi fólks. Bæði var þar um að ræða aukin þægindi eins og vegna raflýsingar og síma, sem og mikið skemmtigildi hljóðritana og kvikmynda. Á seinni hluta ævi sinnar var hann kallaður „Galdramaðurinn í Menlo Park“ og var þannig kenndur við bæ einn í New Jersey þar sem hann bjó um tíma og hafði rannsóknarstofur sínar. Í West Orange, sem einnig er í New Jersey, byggði hann fyrsta kvikmyndaver sögunnar. Það er enn til og gengur undir nafninu Svarta María. Edison var einnig mikið í fjölskyldulífi. Árið 1871 kvæntist hann konu að nafni Mary Stilwell en hún dó 13 árum seinna. Árið 1886 kvæntist hann 19 ára stúlku Mina Miller.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.