From Wikipedia, the free encyclopedia
Dómsdagsmálmur eða Doom metal er undirgrein þungarokks sem notast við hægan takt, lágt stillta gítara og þungan hljóðheim. Textar fjalla oft um örvæntingu, svartsýni og hrakspár. Black Sabbath hafði mikil áhrif á stefnuna einnig hefur verið minnst á Bítlalagið I Want You (She's So Heavy) frá 1969 sem fyrstu áhrif. Á 9. áratug 20. aldar spruttu upp sveitir beggja vegna atlantsála. Witchfinder General and Pagan Altar frá Englandi og bandarískar sveitir eins og Pentagram, Saint Vitus, the Obsessed, Trouble og Cirith Ungol. Sænska sveitin Candlemass tók dómsdagsþemað til hins ýtrasta í textum og tónum.
Raddbeiting er oftast hrein en undirgreinar eins og death-doom og black-doom hafa öskurraddir. Frumkvöðlar í death-doom komu frá Englandi; sveitirnar Paradise Lost, My Dying Bride og Anathema.
Það sem kallað er stóner-rokk slær stundum saman við dómsdagsmálm. Einnig við gotneskt þungarokk. Sludge metal blandar saman harðkjarnapönki og dómsdagsmálmi.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.