Remove ads
söguleg dönsk víggirðing í Slésvík-Holtsetaland í Þýskalandi From Wikipedia, the free encyclopedia
Danavirki er víggirðing úr grjóti og jarðvegi í Slésvík-Holstein sem Danir reistu til að verjast árásum óvina úr suðri. Danavirki var eitt stærsta varnarmannvirki Norður-Evrópu.
Í Ólafs sögu Tryggvasonar en kafli um orrustu við Danavirki. Þar er virkinu lýst svo: "Danavirki er svo háttað að firðir tveir ganga í landið sínum megin landsins hvor en milli fjarðarbotna höfðu Danir gert borgarvegg mikinn af grjóti og torfi og viðum og grafið díki breitt og djúpt fyrir utan en kastalar fyrir borgarhliðum."
Danavirki eru stærstu forminjar Norðurlanda. Unnið er að því að fá Danavirki og Heiðabæ á Heimsminjaskrá UNESCO.
Danavirki er línulegt borgarvirki sem liggur þvert yfir jósku hálfeyjuna þar sem hún er mjóst og styst til strandar báðum megin. Virkið var fyrst lagt á tímabilinu 400-500 og var eftir það margoft lagfært, endurbyggt og breytt allt til um 1200. Danavirki var seinast notað í hernaðartilgangi í Síðara Slésvíkurstríðinu árið 1864. Þann 18. apríl 1864 töpuðu Danir orustu fyrir Prússum við Dybbøl á sunnanverðu Jótlandi og var það örlagaatburður í sögu Danmerkur og sögu Evrópu. Orustan var háð um Danavirki sem þá var orðið úrelt sem hernaðarmannvirki.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.