From Wikipedia, the free encyclopedia
Clive Wearing (fæddur 1938), Breti, fékk sýkingu í heilann sem orsakaði eitt versta minnisleysistilfelli sem vitað er um.
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Clive man ekkert sem gerðist fyrir meira en fimm mínútum síðan og hann eyðir hverjum degi í að "vakna" á nokkurra mínútna fresti - en það að hann haldi að hann sé að vakna virðist þó ekki vera vegna minnisleysis heldur vegna ofskynjana. Þegar hann sér konuna sína heilsar hann henni eins og að hann hafi ekki séð hana í marga mánuði.
Þetta byrjaði allt árið 1985, þegar Clive var á hátindi ferils síns sem virtur tónlistarmaður í Bretlandi, en þá veiktist hann frekar af einhverskonar flensu sem höfuðverkir fylgdu. Eftir tólf daga var hann svo lagður inn á sjúkrahús þar sem hann var greindur með HSVE (Herpes Simplex Virus Encephalitis) - herpes sýkingu í heila. Hann var í 16 daga í dái og fékk eitt stórt flogakast. Eftir að hann vaknaði úr dái skrá læknarnir hans að hann hafi verið með skammtímaminni uppá 3 sekúndur, en ekki er vitað hvernig þeir fengu það út. Þegar hann var svo settur í CAT-skanna kom í ljós nokkur svæði í heilanum með óvenju lítinn þéttleika í taugfrumum, sérstaklega í vinstra gagnaugablaði sem teygði sig út í fremri og aftari hluta ennisblaðsins.
Önnur skönnun var gerð á heila hans árið 1991 sem sýndi óvenjulega heilastarfsemi í mörgum hlutum heilans.
Þó að hann muni ekki eftir sér í menntaskóla, þá hefur hann næga þekkingu á tónlist til að leika á píanó og til að stjórna tónleikum.
Konan hans, Deborah, hefur skrifað bók um minnisleysi mannsins síns, sem er nefnd Forever Today („Í Dag að Eilífu“).
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.