Alþjóðaflugvöllur Changzhou Benniu (IATA: CZX, ICAO: ZSCG) (kínverska: 常州奔牛国际机场; rómönskun: Chángzhōu Bēnniú Guójì Jīchǎng) er flughöfn Changzhou borgar í Jiangsu héraði í Alþýðulýðveldinu Kína. Hann er meginflughöfn borgarinnar sem býður upp á innlendar og alþjóðlegar tengingar. Hann er bæði flugvöllur fyrir borgaralegt flug sem og herflugvöllur.[1]
Flugvöllurinn er staðsettur um 18 kílómetra norðvestur af miðborg Changzhou. Á honum er ein flugstöð fyrir borgaralegt flug bæði innanlandsflug og alþjóðlegt. Árið 2019 afgreiddi flugvöllurinn um 4.1 milljónir farþega og um 33.000 tonn af farmi.[2]
Saga
Grunnur að flugvellinum var upphaflega byggður 1961. Árið 1985 var samþykkt að flugvöllurinn yrði notaður bæði fyrir hernaðarflug og til borgaralegra nota. Árið síðar var hann opnaður formlega fyrir farþega.
Líkt og með flesta alþjóðaflugvelli í Kína hefur flugvöllurinn verið margoft stækkaður, enda kominn yfir getu hvað varðar farþegafjölda. Hann hefur gengið í gegnum þrjár stóra áfanga endurbóta og stækkunar. Á árunum 1985 til 1986 var flugstöðvarbyggingin endurbyggð ásamt 2.200 metra flugbraut og flugsvæði. Annar stækkunaráfanginn var frá 1995 til 1996, með verulegri endurbyggingu og stækkun. Sá þriðji, frá 2009 til 2011, fól í sér lengingu flugbrautar í 3.400 metra, stækkun og endurnýjun flugvallarvega, flugstöðvarsvæðis og flugsvæðis. Ný 38.000 fermetra flugstöðvarbygging var opnuð 2011.[2]
Sem stendur er flugvöllurinn opinn fyrir 26 innlendum og erlendum borgum, í hverri viku. Fyrirhugað er að fjölga tengingum verulega.
Samgöngur við flugvöllinn
Strætisvagnar og gott vegakerfi tengja flughöfnina við miðborg Changzhou og nærliggjandi svæði. Í uppbyggingu er Snarlestartenging borgarinnar við flugvöllinn.[3]
Flugfélög
Á flugvellinum eru flugfélögin China Eastern Airlines, Shenzhen Airlines, Sichuan Airlines og China South Airlines þar umsvifamest. Meðal erlendra flugfélaga eru: Thai Lion Airlines, Vietjet Airlines, Vietnam Airlines, Nok flugfélagið og „Lao Aviation“.
Flugleiðir
Flugvöllurinn býður meira en 20 flugleiðir til innlendra borga og sex erlendra borga. Flestir áfangastaðir eru innan Kína, en einnig eru alþjóðaflug frá Bangkok, Vientiane, Taípei, Hong Kong, Makaó, Osaka og fleiri staða.
Tenglar
- Changzhou borg.
- Jiangsu hérað.
- Kínverskur vefur alþjóðaflugvallarins Changzhou Benniu
- Vefsíða Travel China Guide um Changzhou Benniu flugvöllinn.. Almennar upplýsingar, kort af flugvellinum, samgöngur almenningsvagna á flugvöllinn o.fl.
Heimildir
- Fyrirmynd greinarinnar var „Changzhou Benniu International Airport“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. ágúst 2022.
Tilvísanir
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.