From Wikipedia, the free encyclopedia
Central Intelligence Agency eða CIA er greiningardeild og leyniþjónusta Bandaríkjanna sem stofnuð var árið 1947. CIA er arftaki Office of Strategic Services (OSS) sem stofnuð var í seinni heimsstyrjöldinni og var ætlað að samhæfa njósnastarfsemi hinna ýmsu stofnana Bandaríkjahers. CIA heyrir þó ekki undir Bandaríkjaher.
Megin hlutverk stofnunarinnar er að safna og greina upplýsingar um ríkisstjórnir, fyrirtæki og ríkisborgara annarra landa til þess að geta ráðlagt bandarískum yfirvöldum við stefnumótun. Þar til í desember 2004 var CIA í raun megingreiningardeild bandarískra yfirvalda en þá voru sett lög um stofnun miðlægrar greiningardeildar, Director of National Intelligence (DNI), sem tók yfir hluta af starfsemi CIA. DNI er miðlæg greiningardeild sem starfar einnig með greiningardeildum annarra stofnana, svo sem alríkislögreglunnar FBI og greiningardeildum hersins, en samkvæmt lögum má CIA ekki fjalla um mál innan Bandaríkjanna.
Höfuðstöðvar CIA eru í Langley í Virginíu.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.