Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Breiðskífa er útgefin hljómplata sem inniheldur stúdíóupptökur frá einum flytjanda. Breiðskífur eru oftast á bilinu 25-80 mínútur að lengd og er lengd þeirra oft miðuð við 33⅓ snúninga 12 tommu vínylplötur (sem geta verið allt að 30 mín hvor hlið).
Breiðskífur eru stundum tvöfaldar og eru þær þá gefnar út á tveimur geisladiskum eða tveimur vínylplötum.
Hugtakið á sér enga formlega skilgreiningu og er lengd þeirra og lagafjöldi nokkuð fljótandi og hafa flytjendur nokkuð svigrúm til að ákvarða hvort þeir vilji kalla hljómplötur sínar breiðskífur eða eitthvað annað. Sjaldnast eru þó færri en 6 lög á breiðskífu (nema lögin séu þeim mun lengri).
Aðrar tegundir hljómplatna eru til að mynda stuttskífur, smáskífur, safndiskar, tónleikadiskar og deiliskífur.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.