From Wikipedia, the free encyclopedia
Borgarsveit er byggðarlag í Skagafirði, inn af fjarðarbotninum vestanverðum, og nær frá vesturósi Héraðsvatna að Sauðárkróki og suður fyrir bæinn Gil, en þar tekur Staðarsveit við. Út við sjóinn er sandflæmi sem kallast Borgarsandur og er nú gróið upp að miklu leyti. Þar er flugvöllur Sauðárkróks, Alexandersflugvöllur.
Sveitin er kennd við kirkjustaðinn Sjávarborg, sem stendur á klettaborg á miðju flatlendinu upp af Borgarsandi. Vestan við hana er stöðuvatn, Áshildarholtsvatn, og við enda þess er heit uppspretta þar sem Hitaveita Sauðárkróks fær orku sína. Fjallið fyrir ofan sveitina heitir Molduxi.
Borgarsveit tilheyrði áður Skarðshreppi en er nú hluti af Sveitarfélaginu Skagafirði.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.