From Wikipedia, the free encyclopedia
Benedict Anderson (f. 26. ágúst 1936; d. 13. desember 2015) var prófessor emerítus í alþjóðafræðum við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum. Hann er þekktastur fyrir skrif sín um þjóðir og þjóðernishyggju í bókinni Imagined Communities frá 1983. Hann rekur upphaf þjóðríkjastefnunnar til nýlenda Evrópubúa í Ameríku en ýmsir fyrri höfundar höfðu ýmist rakið hana til iðnbyltingarinnar eða upplýsingarinnar og Napóleonsstyrjaldanna. Greining hans er í anda sögulegrar efnishyggju og hefst með gagnrýni á vanmátt marxismans gagnvart þjóðernishyggjunni á 19. og 20. öld. Hann leggur áherslu á mikilvægi prentiðnaðarins og kapítalisma og endalok hugmyndarinnar um guðlegan uppruna konungsvaldsins fyrir þróun þjóðernishyggju.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.