Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Baruch Spinoza eða Benedictus de Spinoza (24. nóvember 1632 – 21. febrúar 1677) var hollenskur heimspekingur. Hann var kallaður Baruch Spinoza af eldri meðlimum trúarsafnaðar síns og var þekktur sem Bento de Espinosa eða Bento d'Espiñoza í heimabæ sínum Amsterdam. Hann er talinn einn af merkustu rökhyggjuheimspekingum nýaldar. Rit hans bera vott um mikla þjálfun í stærðfræði. Spinoza var sjónglerjaslípari að atvinnu en á hans tíma voru það spennandi fræði vegna uppgötvana sem sjónaukar gerðu mögulegar. Heimspeki Spinoza hafði fyrst mikil áhrif eftir andlát hans og eftir að ritverk hans komu út að honum látnum.
Benedictus de Spinoza, Benedict Spinoza eða Baruch Spinoza | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 24. nóvember 1632 í Amsterdam í Hollandi |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 17. aldar |
Skóli/hefð | Rökhyggja |
Helstu ritverk | Guðfræðileg ritgerð um stjórnmál (Tractatus Theologico-Politicus), Siðfræðin útlistuð á rúmfræðilegan máta (Ethica Ordine Geometrico Demonstrata) |
Helstu kenningar | Guðfræðileg ritgerð um stjórnmál (Tractatus Theologico-Politicus), Siðfræðin útlistuð á rúmfræðilegan máta (Ethica Ordine Geometrico Demonstrata) |
Helstu viðfangsefni | frumspeki, þekkingarfræði, siðfræði |
Spinoza var undir miklum áhrifum frá stóuspeki. Líkt og stóumenn hélt hann því fram að „Guð“ og „Náttúra“ væri tvö nöfn á sama veruleika, það er að segja einnar og sömu undirstöðu alheimsins, hinnar eiginlegu verundar og að aðrar minni „verundir“ væru birtingamyndir hennar. En þótt Spinoza væri algyðistrúar líkt og stóumenn voru ýmsar aðrar hugmyndir hans æði frábrugðnar hugmyndum stóumanna.
Eftirfarandi eru meðal heimspekilegra kenninga Spinoza:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.