From Wikipedia, the free encyclopedia
Balúkistan er landsvæði sem nær yfir suðausturhluta Íran, suðvesturhluta Pakistan og lítinn hluta af Suðvestur-Afganistan. Syðsti hluti Balúkistan er kallaður Makran. Balúkistan er þurrt fjalllent svæði við strönd Arabíuhafs. Grikkir kölluðu það Gedrósíu.
Balúkistan heitir eftir balúkum sem tala balúkísku. Balúkar eru meirihluti íbúa svæðisins en þar er líka að finna pastúna og bahúía. Langflestir balúkar eru súnnítar. Balúkar kölluðu land sitt upphaflega Maka eða Moka sem síðar varð Makran. Á pastúnsku heitir það Gwadar eða Godar.
Stærsti hluti Balúkistan er í Pakistan í fylkinu Balúkistan, en vesturhlutinn er hluti af íranska héraðinu Sistan og Balúkistan. Helstu borgir eru Quetta, Gwadar og Túrbat í Pakistan, og Zahedan í Íran.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.