From Wikipedia, the free encyclopedia
Arthur Gook (11. júní 1883 – 1959) var breskur trúboði sem kom til Akureyrar árið 1905 ásamt konu sinni Florence Ethel Gook. Þau stunduðu trúboð og smáskammtalækningar. Skotinn Fredric H. Jones hafði sett á stofn trúboð á Íslandi árið 1897 og tóku Arthur og Florence við starfi hans þegar hann lést árið 1905. Söfnuður þeirra hét Sjónarhæðarsöfnuðurinn og er ennþá starfandi.
Arthur Gook byggði einkaútvarpsstöð með tveimur möstrum í Barðsgili á Akureyri og hóf útsendingar á kristilegu efni en fékk ekki leyfi til áframhaldandi reksturs.
Arthur Gook er höfundar nokkurra bóka á ensku og íslensku. Hann gaf ásamt Sæmundi G. Jóhannessyni út tímaritið Norðurljósið. Arthur Gook þýddi Passíusálmana á ensku en hafði ekki lokið við það verk þegar hann lést árið 1959.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.