Apuleius
From Wikipedia, the free encyclopedia
Apuleius (um 124 - um 180) var rómverskur Berbi, platonskur heimspekingur og rithöfundur, sem er einkum þekktur fyrir skáldsögu sína Metamorphoses (Myndbreytingar) eða Aureus Asinus (Gullni asninn).
Apuleius erfði fúlgu eftir föður sinn. Hann nam fyrst í Karþagó, síðan í Aþenu, þar sem hann kynntist m.a. platonskri heimspeki. Þaðan hélt hann til Rómar þar sem hann nam latínu og mælskulist. Hann ferðaðist víða um Litlu Asíu og Egyptaland og kynnti sér heimspeki og trúarbrögð.
Apuleius var sakaður um að beita göldrum til þess að fá athygli og hafa fé af auðugri ekkju sem hann giftist samdi hann Málsvörn sína (Apologia). Ritið fjallar ekki nema að litlu leyti um galdra en öllu meira um andstæðinga hans á niðrandi hátt. Verkið er af mörgum talið með fyndnari ritum fornaldar.
Meðal annarra rita Apuleiusar má nefna Um guð Sókratesar, Florida, Um Platon og heimspeki hans og ef til vill einnig Um alheiminn.
Myndbreytingarnar eða Gullni asninn er eina skáldsagan á latínu sem er varðveitt í heild sinni. Hún segir frá Luciusi, sem er óvart breytt í asna, ævintýrum hans og raunum. Hann verður vitni að ýmsu óvenjulegu en losnar loks úr prísundinni á óvæntan hátt. Margar styttri sögur eru sagðar innan ramma þessarar sögu, en lengst og frægust þeirra er sagan af Cupidó og Psyche. Sögunni lýkur þegar gyðjan Ísis bjargar Luciusi en í kjölfarið verður Lucius fylgismaður hennar.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.