Annáll er heimild þar sem tíðindi eru rakin frá ári til árs (eða degi til dags, eða viðburðir eru raktir í tímaröð á annan hátt). Annálar eiga rætur að rekja til rómverskrar sagnaritunar.

Íslendingar byrjuðu að rita annála mjög snemma, líklega um leið og ritöld hófst. Íslenskum annálum má skipta í tvo flokka, annars vegar eru fornannálarnir, sem rekja atburði frá upphafi Íslandsbyggðar og fram á 15. öld, eða þar til ritun Nýja annáls lýkur 1430. Við það er oft bætt Gottskálksannál, sem nær til 1578, en fyrri hluti hans er byggður á eldri annálum sem eru glataðir en síðari hlutinn er samtímaheimild. Þeir annálar sem varðveittir eru munu raunar margir vera byggðir á eldri annálum sem ekki eru lengur til.

Fremst í elstu íslensku annálunum er oft langur bálkur um erlenda atburði frá því fyrir landnámsöld, sem er útdráttur úr erlendum annálum. Einnig er oft getið um erlend tíðindi á síðari tímum.

Hlé varð á annálaritun að mestu þar til Björn Jónsson á Skarðsá hóf að skrifa Skarðsárannál, sem ætlað var að brúa bilið frá því um 1430 fram á daga höfundarins. Fyrri hluta annálsins byggði Björn á munnlegum og skriflegum heimildum, en annállinn er samtímaheimild um atburði frá því um 1600 til 1640.

Annálaritun fór mjög í vöxt á 17. og 18. öld og er til fjöldi annála frá þeim tíma, sem flestir eru kenndir við ritunarstað sinn en aðrir við höfunda. Sumir ná aðeins yfir fáein ár, aðrir spanna marga áratugi. Annálarnir eru mismunandi traustir en eru oft helsta eða eina heimildin um ýmsa atburði, einkum á fyrri annálatímanum.

Útgáfur

  • Gustav Storm (útg.): Islandske Annaler indtil 1578. Christiania 1888. — Ljósprentað 1977. Netútgáfa
  • Annálar 1400–1800 1-6, Reykjavík 1922–1987. Lykilbók 1–2, Reykjavík 1998 og 2002.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.