From Wikipedia, the free encyclopedia
André Paul Guillaume Gide (22. nóvember 1869 – 19. febrúar 1951) var franskur rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1947.
Gide fæddist í París inn í fjölskyldu mótmælenda. Faðir hans var háskólakennari og föðurbróðir hans var Charles Gide, kunnur hagfræðingur. Hann ólst þó að mestu upp í Normandí þar sem hann hóf ungur að skrifa og sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu 21 árs að aldri. Næstu árin var Gide mikið á ferðalögum, meðal annars í Norður-Afríku og lifði listamannalífi í París, þar sem hann vingaðist m.a. við Oscar Wilde. Það var á þessum árum sem Gide uppgötvaði samkynhneigð sína, þótt hann gengi síðar í hjónaband.
Þegar komið var fram á þriðja áratuginn var Gide kominn með orðspor fyrir að þora að gerast málsvari óvinsællra eða fordæmdra sjónarmiða í frönsku samfélagi. Hann varði samkynhneigð opinberlega, sem leiddi til útskúfunnar og hvatti til umbóta í fangelsismálum. Árið 1926 lagði hann í langt ferðalag um Afríku sunnan Sahara, þar sem hann varð vitni að gríðarlegri misskiptingu og arðráni vestrænna stórfyrirtækja. Eftir ferðina hóf hann að skrifa um málefnið og varð leiðandi í gagnrýni á nýlendustefnuna í Frakklandi í kjölfarið.
Á fjórða áratugnum daðraði hann við kommúnisma en eftir ferðalag til Sovétríkjanna árið 1936 varð hann fyrir miklum vonbrigðum með stjórnarfarið í austurvegi og taldi það jafnvel ófrjálsara en í ríki Hitlers. Gide varði mestöllum stríðsárunum í Norður-Afríku, einkum í Alsír. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1947 og lést fjórum árum síðar. Þrátt fyrir upphefðina hélt hann áfram að vera umdeildur og ári eftir andlát hans setti kaþólska kirkjan verk hans á lista yfir forboðnar bækur.
Nokkrar af bókum André Gide hafa komið út í íslenskri þýðingu, meðal annars þeirra Sigurlaugar Bjarnadóttur og Þorvarðar Helgasonar.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.