From Wikipedia, the free encyclopedia
Allt um Lukku Láka (franska: 7 Histoires de Lucky Luke) eftir Morris (Maurice de Bevere) og René Goscinny er 42. bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 1974, en sögurnar sem hún hefur að geyma birtust fyrst í teiknimyndablaðinu Lucky Luke sem kom út mánaðarlega á sama ári.
Eins og heiti bókarinnar á frummálinu gefur til kynna hefur hún að geyma sjö styttri sögur um Lukku Láka sem allar birtust upphaflega í hinu skammlífa tímariti Lucky Luke árið 1974. Sögurnar eru eftirfarandi:
Allt um Lukku Láka var gefin út af Fjölva árið 1978 í íslenskri þýðingu Þorsteins Thorarensen. Þetta er 16. bókin í íslensku ritröðinni. Íslenska útgáfan kom út í samstarfi við önnur Norðurlönd og er að ýmsu leyti frábrugðin upprunalegu útgáfunni. Þannig er í íslensku útgáfunni að finna grein um sögu bókaflokksins - Ævintýrið um Morris, Goscinny og Lukku Láka - eftir Freddy Milton og Henning Kure og yfirlit yfir Lukku Láka sögurnar í réttri tímaröð. Þá er stutt grein í bókinni sem ber heitið "Þegar aðrir teikna Lukku Láka" þar sem Morris og Jean Giraud, höfundur bóka um Blástakk, stæla teikningar hvors annars og skopmyndateiknarinn Marcel Gotlib teiknar sína spagettíútgáfu af Lukku Láka. Loks er að finna stutta aukasögu um Daldónana í íslensku (norrænu) útgáfunni, Hringrás lífsins (f. Les Chemins du crépuscule) sem birtist upprunalega í teiknimyndablaðinu Sval.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.