Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn

Stöðugur alþjóðlegur sakadómstóll From Wikipedia, the free encyclopedia

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn
Remove ads

Alþjóðlegi sakamáladómstólinn er milliríkjastofnun sem situr í Haag í Hollandi. Hann hefur sjálfvirka lögsögu sem sóknaraðili gegn einstaklingum sem grunaðir eru um alþjóðaglæpi sem þýðir að dómstólinn er óháður sérstöku samþykki viðkomandi ríkja. Dæmi um mál sem dómstólinn getur látið til sín taka eru þjóðarmorð, glæpir gegn mannúð og stríðsglæpir. Í nánustu framtíð er hægt að sjá dómstólinn sækja mál er varðar brot á „almennum“ friði í heiminum.

Staðreyndir strax Enska:, Franska: ...
Remove ads

Dómstólnum er ætlað að vera framlenging við núverandi innlend dómskerfi hjá þjóðum heimsins. Dómstólinn getur aðeins beitt lögsögu sinni þegar ákveðin skilyrði eru uppfyllt, svo sem þegar innlendir dómstólar eru ófúsir eða ófærir um að sækja glæpamenn til saka. Einnig er það skilyrði að annaðhvort þegnríki hins ákærða eða ríkið þar sem ákært brot var framið í sé aðili að Rómarsamþykktinni. Í málum sem tengjast stríðsglæpum er aðildarríkjum heimilt að undanþiggja sig lögsögu dómsins í allt að sjö ár frá aðild ríkisins að samþykktinni. Einnig getur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vísað málum til dómstólsins og einnig einstök ríki. Dómstólinn var stofnsettur 1. júlí 2002, sama dagsetning og Rómarsamþykktin gekk í gildi. Rómarsamþykktin er samþykkt sem lögð er til grundvallar dómstólnum. Hún er þjóðréttarsamningur sem ríki gerast aðilar að með undirritun Rómarsamþykktarinnar og verða þar með aðilar að dómstólnum.

Á alþjóðaráðstefnu í Róm 1998, samþykktu 120 ríki að koma dómstólnum á legg. Síðustu ellefu samþykktirnar sem nauðsynlegar voru fyrir samþykkt dómstólsins voru fullgiltar 11. apríl 2002. Ísland varð tíunda aðildarríkið til þess að fullgilda samþykktina þann 25. maí árið 2000. Með fullgildingu samþykktarinnar hafa 122 ríki gerst aðilar að Alþjóðasakamáladómstólnum. Alþjóðasakamáladómstóllinn er varanlegt dómsvald, ólíkt til dæmis Alþjóðastríðsglæpadómstólnum sem fékkst við málefni fyrrum Júgóslavíu og Rúanda þar sem er takmörkuð lögsaga er varðar tíma og rúm. Mál sem dómstóllinn getur tekið til meðferðar verða að hafa verið framin eftir stofnun hans 1. júlí 2002.

Remove ads

Uppbygging

Dómstóllinn hefur fjórar meginstoðir í sínu innra kerfi. Það er formennska fyrir dómstólnum sem er skipuð þremur dómurum sem eru valdir af jafningjum sínum í dómstólaráði dómstólsins. Forseti dómstólsins er Tomoko Akane (Japan). Rosario Salvatore Aitala (Ítalía) er fyrsti varaforseti og Reine Alapini-Gansou (Benín) er annar varaforseti. Dómstólaráðið hlustar á mál sem eru sótt fyrir dómnum. Það er skipað 18 dómurum sem er skipt upp í deildir.

Dómarar

Eftirtaldir dómarar skipa dómstólinn og þar með dómstólsráðið.

Nánari upplýsingar Nafn, Ríki ...

Skrifstofa saksóknara er undir stjórn saksóknara sem rannsakar og sækir mál fyrir dómstólnum. Skrifstofunni veitir forstöðu Karim Ahmad Khan (Bretland) sem var kosin af aðildarríkjunum til að gegna embætti í níu ár. Saksóknara til aðstoðar er aðstoðarsaksóknarinn Nazhat Shameem (Fídjí).

Að lokum heyrir almenn stjórnsýsla réttarins undir dómritara, hann er kosinn til fimm ára í senn af dómurum. Þar fellur undir stjórn höfuðstöðva, framkvæmd gæsluvarðhalda og aðstaða verjenda auk annars. Að auki eru nokkrar undirstofnanir starfandi við réttinn. Þar má meðal annars nefna skrifstofu verjenda fórnarlamba og skrifstofu verjenda ákærðra við dómstólinn.

Einnig er starfandi sjóður innan dómstólsins stofnaður af aðildarríkjum hans sem styður við fórnarlömb og aðstandendur mála sem falla undir lögsögu hans.

Remove ads

Handtökuskipanir

Þann 17. mars 2023 gáfu dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins út handtökuskipun á hendur Vladímír Pútín, forseta Rússlands, og Maríu Lvova-Belova, umboðsmanni barna í Rússlandi, vegna tilkynninga um að fjölda úkraínskra barna hefði verið rænt í innrás Rússa í Úkraínu og þau flutt til Rússlands.[1] Í júní 2024 gaf dómstóllinn einnig út handtökuskipun gegn rússneska varnarmálaráðherranum Sergej Shojgú og Valeríj Gerasímov, yfirmanni rússneska herráðsins, vegna ætlaðra stríðsglæpa sem þeir hefðu framið með því að beina árásum gegn óbreyttum borgurum og borgaralegum innviðum í Úkraínu.[2]

Þann 20. maí 2024 fór Karim Ahmad Khan, saksóknari við sakamáladómstólinn, fram á að alþjóðleg handtökuskipun yrði gefin út á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gall­ant, varnarmálaráðherra Ísraels, og gegn háttsettum leiðtogum innan Hamas-samtakanna, vegna ætlaðra stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð sem framdir hefðu verið í stríði Ísraels og Hamas frá því í október 2023.[3] Dómstóllinn gaf síðar út handtökuskipun gegn Netanjahú, Gallant og Hamas-leiðtoganum Múhameð Diab Ibrahim al-Masri.[4]

Þann 11. mars 2025 var fyrrum forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, handtekinn í Maníla og framseldur til Haag vegna handtökunar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hafði gefið út gegn honum. Hann var sakaður um glæpi gegn mannúð vegna stríðs gegn eiturlyfjum í forsetatíð hans þar sem talið er að tugþúsundir fólks hafi verið tekið af lífi án dóms og laga.[5]

Remove ads

Heimildir

Tilvísanir

Loading content...
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads