Glæpur eða afbrot er refsivert brot á lögum þess lands, sem brotið er framið í. Fólk sem fremur alvarlega glæpi eða gerist ítrekað brotlegt nefnist afbrotamenn eða glæpamenn. Afbrot eða glæpur er ekki skilgreint í refsirétti með öðrum hætti en sem lögbrot sem refsing liggur við.[1] Algeng skilgreining er að glæpur eða afbrot er það sem er skilgreint sem slíkt í lögum. Önnur skilgreining er að glæpur sé lögbrot sem skaðar ekki aðeins einstakling heldur samfélagið í heild sinni, þjóðfélagið eða ríkið (opinber misgerð). Almennt er talið að glæpsamlegum verknaði (actus reus) þurfi að fylgja ásetningur (mens rea) til að hann teljist glæpur.[2]

Thumb
Kanadíski útlaginn Donald Morrison skýtur lögreglufulltrúann Jack Warren til bana. Prentmynd frá 1892. Morrison var dæmdur í 18 ára þrælkunarvinnu fyrir manndráp.

Ákveðnar tegundir misgerða, til dæmis morð, nauðgun eða þjófnaður, eru almennt skilgreind sem glæpir um allan heim.[3] Í sumum löndum eru tegundir glæpa taldar upp í hegningarlögum.

Ríkið hefur heimild til að takmarka frelsi fólks sem fremur glæpi. Í nútímasamfélögum felst meðferð sakamála í glæparannsókn og getur lokið með réttarhöldum. Ef hinn brotlegi er dæmdur sekur getur hann hlotið dóm sem felur í sér refsingu á borð við samfélagsþjónustu, fangavist, eða dauðarefsingu í sumum löndum.

Tilvísun

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.