From Wikipedia, the free encyclopedia
Aemilius (kvk. Aemilia) var ættarnafn aemilísku ættarinnar (gens Aemilia), einnar af fimm mikilvægustu yfirstéttarætta (gentes maiores) í Rómaveldi.
Aemilíska ættin var forn ætt. Hún var talin verea komin af Mamercusi, syni Pýþagórasar sem var kallaður „Aemýlos“ eða „Aimilios“ vegna fágunar sinnar og mælsku. Önnur saga, sem Plútarkos segir, kvað Mamercus hafa verið son Numa Pompiliusar, konungs, en Numa mun hafa verið aðdáandi Pýþagórasar og því hafi hann nefnt son sinn eftir syni Pýþagórasar. (Aftur á móti eru líkindin milli nafnsins „Aemilius“ og forngríska orðsins aimilios líklega bara tilviljun.)
Greinar aemilísku ættarinnar voru: Barbula, Buca, Lepidus, Mamercus, Papus, Paullus, Regilus og Scaurus. Lepidusar-greinin reis til mestra metorða einkum undr lok lýðveldistímans.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.