5. mósebók (á grísku: Δευτερονόμιον, Deuteronomion; á hebresku: דְּבָרִים Devarim („orð“), á latínu Deuteronomium) er fimmta af fimm mósebókum. Mósebækur eru fyrsti hluti gamla testamentisins og nefnast saman Torah á hebresku.
Efni
Bókin fjallar um síðustu orð Móses, þar sem hann stendur með þjóð sinni á austurbakka árinnar Jórdan, en hinum megin árinnar er fyrirheitna landið. Drottinn segir við Móses að hann muni ekki stíga fæti á fyrirheitna landið, heldur muni deyja á austurbakkanum. Móses flytur þrjár ræður fyrir Ísraelsmenn um Mósesáttmálann. Önnur ræðan er lengst. Hún nær frá kafla 12 - 26. Ræðan er samantekt og endurtekning á lagabálknum sem fjallað hefur verið um í 2. - 4. mósebók. Þaðan er latneska heitið komið, sem merkir „önnur lög“ eða „endurtekning á lögunum“. Í 27. kafla er lýsing á trúarathöfnum sem eiga að fara fram eftir að Ísraelsmenn fara yfir ána Jórdan. 28. kafli fjallar um umbun fyrir að fylgja sáttmálanum og refsingu fyrir óhlýðni. Þriðja ræðan, í köflum 29 og 30, er hvatning Móses til Ísraelsmanna að fara eftir lögunum.
Lokakaflar 5. Mósebókar fjalla eru annars eðlis. 32. kafli er ljóð Móse, efni sem virðist nokkuð fráskilið fyrri hluta bókarinnar. Í 33. kafla er annað ljóð þar sem Móses blessar Ísraelsmenn. Síðasti kaflinn, 34. kafli, fjallar um dauða Móses og jarðsetningu hans.
Gríska heiti bókarinnar virðist hafa orðið til fyrir misskilning. Hljómur þess svipar til hebreska nafnsins en hebreska nafnið er einfaldlega vísun í fyrstu orð bókarinnar:
- Hér á eftir fer ræðan...
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.