From Wikipedia, the free encyclopedia
Þorgerður brák var írsk ambátt sem var uppi á 9. og 10. öld. Hún var í eigu Skallagríms Kveldúlfssonar og Beru konu hans en þau voru landnámsmenn á Borg á Mýrum. Hún var fóstra Egils sonar þeirra. Egils saga Skallagrímssonar segir svo frá að dag einn þegar menn voru að leikum á ísilagðri tjörn í Borgarfirði, rann æði á Skallagrím og hann veittist að Agli syni sínum. Þá sagði Brák: „Hamast þú nú, Skalla-Grímur, að syni þínum“ -- Skallagrímur hætti þá við að drepa Egil en hljóp í staðinn á eftir Þorgerði brák, en hún hljóp undan, þar til hún stakk sér í sjóinn þar sem nú heitir Brákarsund í Borgarnesi. Skallagrímur kastaði stórum steini á eftir henni og kom hvorugt upp aftur.
Fyrir utan sundið, og síðan götuna í Borgarnesi, sem heita eftir Brák, er gata í Reykjavík sem heitir Brákarsund og er þar leikskóli sem heitir Brákarborg.
Brynhildur Guðjónsdóttir samdi og flutti einleikinn Brák í Landnámssetrinu í Borgarnesi, og fékk fyrir Grímuverðlaunin árið 2008, en þar fjallar hún um þessa persónu, sem Egils saga hefur fá orð um, en dregur ályktanir og leitar fanga í erlendum heimildum. Dregur hún þar upp mynd af sögu sem er að miklu leyti ósögð í Egils sögu, en skín samt sums staðar í gegn, t.d. í því að þegar Egill eignast fyrsta barn sitt, dóttur, er hún nefnd Þorgerður (en ekki t.d. Bera, eftir móður hans). Þá leiðir hún getum að því að fóstrudrápið skýri langvarandi reiði Egils í garð föður síns, sem og að nýmæli þau sem Egill flutti inn í norrænan kveðskap séu hreint ekki hans uppfinning, heldur áhrif frá írskum kveðskap sem hann hafi numið við fótskör fóstru sinnar Brákar.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.