From Wikipedia, the free encyclopedia
Þúkýdídes (gríska: Θουκυδίδης (umritað Thoukudídēs)) (uppi um 460/455 – 400 f.Kr.) var forngrískur sagnaritari sem ritaði um sögu Pelópsskagastríðsins. Þúkýdídes ritaði á attísku sem var sú mállýska sem töluð var í Aþenu þaðan sem Þúkýdídes var. Þúkýdídes þykir fágaður höfundur og var grískur stíll hans talinn til fyrirmyndar þegar í fornöld. Hann þykir einnig vera einn áreiðanlegasti sagnaritari fornaldar.[1]
Þúkýdídes hefur að líkindum verið menntaður af fræðurum. Þeir voru farandkennarar í Grikklandi til forna sem kenndu margvísleg efni, svo sem mælskufræði, heimspeki og stjörnufræði.
Þúkýdídes var sagður vera þurr á manninn, snauður af kímnigáfu og svartsýnn. Vitað er að hann dáðist mjög að Períklesi og því valdi sem hann hafði yfir borgarbúum en líkaði illa við lýðskrumara þá sem fylgdu Períklesi.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.