From Wikipedia, the free encyclopedia
Öxulveldi eða möndulveldi kölluðust þau ríki, sem börðust gegn Bandamönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Um er að ræða fyrst og fremst stórveldin Þýskaland, Ítalíu og Japan en ýmis smærri ríki flokkast einnig til öxulvelda.
Uppruna sinn mun hugtakið eiga að eiga til Mussolinis, einræðisherra Ítalíu, sem talaði um öxulinn Berlín-Róm eftir að Þýskaland og Ítalía höfðu gert með sér vináttusamning 1936. Ríkin tvö voru á þeim tíma bæði einræðisríki og einræðisherrar beggja fylgdu á margan hátt svipaðri hugmyndafræði og töldu sig eiga um margt sameiginlegra hagsmuna að gæta.
Sama ár gerðu Þýskaland og Japan með sér bandalag til að berjast gegn alþjóðasamtökum kommúnista. Til liðs við bandalagið gegn alþjóðasamtökum kommúnista gengu síðar einnig önnur ríki í Evrópu og Asíu.
Segja má þó að öxulveldin hafi orðið til 1940 þegar Þýskaland, Japan og Ítalía stofnuðu Þríveldabandalagið.
Með stofnun þríveldabandalagsins höfðu Þýskaland, Ítalía og Japan gengið í hernaðarbandalag hvert við annað og þar með skuldbundið sig til að hjálpa hvert öðru í stríði.
Eftir að seinni heimsstyrjöldin braust út í Evrópu börðust Þjóðverjar og Ítalir hlið við hlið á ýmsum vígstöðvum; gegn Frakklandi, í Afríku og gegn Sovétríkjunum.
Nokkur evrópsk ríki gengu til liðs við öxulveldin eftir því sem leið á stríðið.
Stríð Japana við Bandaríkjamenn Norður-Ameríku hófst með árás Japana á bandarísku herstöðina Perluhöfn á Hawaii-eyjum í Kyrrahafi. Þjóðverjar lýstu yfir stríði á hendur Bandaríkjamönnum fljótlega eftir það, þó að þeir hafi ekki verið skyldugir til þess samkvæmt bókstaf bandalagsins, því í raun hefðu þeir aðeins þurft að koma Japönum til hjálpar ef á Japani hefði verið ráðist. Eftir að stríð Japana og Bandaríkjamanna hófst hóf Japan líka hernað gegn nýlendum Evrópumanna í Austur-Asíu, gegn frönskum, breskum og hollenskum nýlendum, en þau lönd voru öll þrjú í stríði gegn Þýskaland.
Fyrir utan þau þrjú ríki sem stofnuðu þríveldabandalagið gengu nokkur til liðs við það eftir því sem á leið styrjöldinni.
Fyrir utan þau ríki sem áttu hlut að þríveldabandalaginu voru nokkur sem börðust gegn Bandamönnum og eru því oft talin til öxulveldanna.
Í fyrstu stefnuræðu sinni eftir árásirnar 11. september 2001 notaði George Bush, forseti Bandaríkjanna, hugtakið öxull hins illa yfir Íran, Írak og Norður-Kóreu. Sagði forsetinn ríkin þrjú eiga það sameiginlegt að hafa reynt að koma sér upp gereyðingarvopnum og að þau hefðu skotið skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn[1]. Þessi hugtakanotkun á þó ekkert skylt við hin upphaflegu öxulveldi.
Sömuleiðis er oft talað um samflot ríkja eða einstaklinga sem öxla. Til dæmis var fyrir það Íraksstríð sem hófst 2003 var talað um öxulinn Berlín-París til að lýsa sameiginlegri andstöðu þeirra ríkja við stríð gegn Írak.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.