Ísraelsher (hebreska: צְבָא הַהֲגָנָה לְיִשְׂרָאֵל, bókstl. „varnarher Ísraels“) er her Ísraels og skiptist í landher, flugher og flota. Yfirmaður heraflans heyrir undir varnarmálaráðherra Ísraels.

Thumb
Ísraelskir hermenn á Gólanhæðum árið 2012.

Herinn var upphaflega stofnaður af David Ben-Gurion árið 1948. Kjarninn í honum kom úr vopnuðum uppreisnar og hryðjuverkahópum gyðinga í Palestínu: Haganah, Irgun og Lehi. Frá stofnun hefur herinn tekið þátt í fjölda styrjalda og býr því yfir einu reyndasta herliði heims. Upphaflega átti Ísraelsher í samstarfi við Frakka um kaup á hergögnum og þjálfun en frá Sex daga stríðinu 1967 hafa Bandaríkin átt í víðtæku hernaðarsamstarfi við Ísrael.

Herskylda er almenn í Ísrael frá 18 ára aldri. Karlmenn eru þrjú ár í hernum en konur tvö ár.

Ólögmæt dráp


Ísraelsher hefur margoft verið ásakaður um ólögmæt morð Palestínumanna. Ísraelsher hefur svarað mótmælum Palestínumanna með skothríð. Í Mars árið 2018 byrjuðu svokölluðu Mótmælin miklu fyrir endurkomu(e.Great March of Return). Þann 27.desember sama ár var Ísraelsher búinn að drepa samtals 215 Palestínubúa. Af þeim voru fjörutíu og sjö börn, fjórir sjúkraliðar og tveir blaðamenn.[1] Mótmælin gengu út á að Palestínumenn heimta að fá að snúa aftur til landsins sem hersveitir Síonista hröktu forfeður þeirra frá árið 1948. [2]

Ísraelsher hefur orð á sér fyrir að ráðast á palestínska skóla. Árið 2014 réðst Ísraelsher á þrjá grunnskóla með stuttu millibili. Árásirnar tóku líf 45 manns, 17 af þeim voru börn. Ísraelsher vissi að þeir væru að ráðast á skóla og að fjöldi af fólki væri að nota þá sem skýli.

„Við vorum að undirbúa brottför og ég var að hafa fjölskylduna tilbúna. Ég var fyrir utan hliðið að bíða eftir leigubíl til að sækja okkur og fara til Jabalya. Allt í einu gerðist það,og ég heyrði í sprengingum. Ég fór inn [í skólagarðinn] og sá mikið af særðu fólki og marga aðra drepna. Ég sá 10 börn, og á milli 50 og 60 mannfalla. Ég trúði ekki að þetta væri raunverulegt. Öllum blæddi og líkamar þeirra voru fullir af sprengjubrotum.“ [3]Eftirlifandi árásar á grunnskóla.

Handtökur barna

Á hverju ári handtekur og lögsækir ísraelsher á bilinu 500 til 700 börn. Algengasta ákæran gagnvart börnunum er að kasta steinum. [4] Saknæmisaldurinn fyrir Palestínubúa undir hernámi er 12 ára. Samt sem áður hefur ísraelsher handtekið ennþá yngri börn. Ísraelskir mættu í tilteknu atviki í Palestínskan grunnskóla og handtóku Zein Idris, 9 ára dreng. Þeir ásökuðu drenginn um að kasta steinum í ísraelska landnema í Hebron. Einn af hermönnunum sagði að aldur drengsins skipti ekki máli vegna þess að hann hafi kastað steinum. [5]


Heimildir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.