From Wikipedia, the free encyclopedia
Íslenskar orkurannsóknir (skammstafað ÍSOR) er rannsóknastofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Stofnunin vinnur að verkefnum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála. Hún starfar á samkeppnismarkaði og aflar sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum. Starfsmenn eru hátt í 80 talsins. Aðalskrifstofa er í Reykjavík en auk þess er rekið útibú á Akureyri.
Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) | |
Rekstrarform | Opinbert fyrirtæki |
---|---|
Stofnað | 1. júlí 2003 |
Staðsetning | Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur |
Lykilpersónur | Sigrún Traustadóttir, stjórnarformaður, Árni Magnússon, forstjóri |
Starfsemi | Rannsóknir jarð- og orkuauðlinda, kennsla í hagnýtum jarðhitafræðum |
Starfsfólk | 70-80 |
Vefsíða | www.isor.is |
Á Íslenskum orkurannsóknum fer fram fjölþætt starfsemi sem miðar að því að uppfylla þarfir orkuiðnaðarins fyrir grunnrannsóknir. Þar er jafnframt veitt fjölbreytt þjónusta tengd rannsóknum orkulinda og nýtingu þeirra. ÍSOR veitir líka aðilum utan orkugeirans ýmsa þjónustu á sviði jarðvísinda. Helstu þættir í þjónustu ÍSOR eru:
ÍSOR hefur með höndum jarðhitaleit og rannsóknir á jarðhitasvæðum um allt land. Rannsóknirnar fela í sér eftirtalda þætti:
Sérfræðingar ÍSOR hafa stundað rannsóknir víða um heim einkum á sviði jarðhitarannsókna og ráðgjafar.
Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðuþjóðanna (JHS) starfar innan vébanda ÍSOR. Hann var áður á Orkustofnun en var fluttur þaðan í ársbyrjun 2021. Hlutverk skólans er að veita ungum sérfræðingum frá þróunarlöndum, sérhæfða þjálfun í rannsóknum á jarðhita og nýtingu hans. Skólinn er mikilvægur þáttur í þróunaraðstoð Íslendinga. Á yfir 40 ára starfsferli sínum, hefur skólinn útskrifað meira en 700 sérfræðinga.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.