Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Gamli Íþróttavöllurinn á Melunum var fyrsti fullgerði knattspyrnuvöllurinn á Íslandi. Hann var vígður árið 1911 en hætt var að leika á honum í efstu deild eftir keppnistímabilið 1925 og var hann lagður niður árið 1942.
Íþróttavöllurinn á Melunum | |
---|---|
Íþróttavöllurinn, ÍVR | |
Úr leik Fram og KR á Íþróttavellinum | |
Fullt nafn | Íþróttavöllurinn á Melunum |
Staðsetning | Reykjavík, Ísland |
Hnit | 64° 8'39.20"N, 21°57'7.66"W |
Byggður | 1910 |
Opnaður | 11. júní 1911 |
Endurnýjaður | 1919 |
Lokaður | 1942 |
Eigandi | |
Yfirborð | Möl |
Byggingakostnaður | 10.500 ISK |
Arkitekt | Jón Þorláksson |
Notendur | |
Knattspyrnufélögin í Reykjavík | |
Hámarksfjöldi | |
Stæði | um 200 |
Stærð | |
102m x 68m |
Íþróttavöllurinn við Melana var vígður 11. júní árið 1911, í tilefni 100 ára afmælis Jóns Sigurðssonar 17. júní, 1911, en Íþróttasamband Reykjavíkur stóð að framkvæmdunum. Fyrsta mótið sem var haldið þar var vikulangt íþróttamót Ungmennafélags Íslands, einmitt í tilefni af hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Hið sama ár fór fram leikur milli Fram og KR til þess að kynna knattspyrnuíþróttina fyrir þjóðinni, en það var fyrsti opinberi leikurinn sem fór fram á Íslandi.
Í kringum völlin stóð tveggja metra há bárujárnsgirðing. Norðanmegin við völlin voru áhorfendapallar en engin sæti voru við völlin í fyrstu. Fyrstu endurbæturnar á vellinum voru gerðar árið 1919 þegar danska liðið AB kom í heimsókn. Sæti voru síðan loks byggð við völlinn þegar Hjalti Jónsson fékk leyfi til þess að reisa turn sem rúmaði hann og hans nánustu, eða rúmlega 10 mans. Hjalti gaf vellinum turninn seinna meir og varð hann einhverkonar heiðursstúka forystumanna íþróttasamtakanna í Reykjavík.
Leikið var á vellinum leiktímabilin 1912 - 1925, en vellinum hrakaði mikið seinustu árin. Snemma árs 1925 fauk stór hluti þeirrar girðingar sem stóð umhverfis völlinn í ofsaveðri. Völlurinn þótti hvorki íþróttamönnum né áhorfendum boðlegur og vallarstjórnin treysti sér ekki að leggja í þann kostnað sem þyrfti til, ætti völlurinn að vera nothæfur til knattspyrnuiðkunar aftur þannig að samþykkt var að flytja völlinn brott. Í kjölfarið á þessu var hafist handa að reisa nýjan völl, Melavöllinn, við hlið þess gamla. Völlurinn var lagður niður 1942 eftir að hafa verið notaður í nokkurn tíma fyrir yngri flokka.
Handknúin hringekja var starfrækt á vellinum um nokkurt skeið og naut mikilla vinsælda barna.
Völlurinn náði í norður þar sem nú eru gatnamót Furumels og Hringbrautar, í suður þar sem gatnamót Birkimelar og Hringbrautar eru nú og í austur lág hann alveg upp við Hólavallakirkjugarð, örlítið norðar en Melavöllurinn stóð og Þjóðarbókhlaðan stendur nú.
Sigmundur Ó. Steinarsson (2011). 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu (fyrra bindi). KSÍ.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.