From Wikipedia, the free encyclopedia
Norðurál er álver á Grundartanga, ekki svo langt frá Akranesi. Það er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi og stærsti atvinnurekandi á Vesturlandi. Í álverinu sjálfu starfa að jafnaði um 600 manns og um 1.000 manns til viðbótar hafa atvinnu af þjónustu sem tengist starfseminni með beinum hætti – flutningum, framkvæmdum, tækniþjónustu, birgðaöflun og fleiru.
Álverið var gangsett árið 1998. Framleiðslugeta álversins var í fyrsta áfanga 60.000 tonn á ári og sumarið 2001 var hún aukin í 90.000 tonn á ári með gangsetningu annars áfanga. Á árinu 2006 var framleiðslugetan aukin í 220 þúsund tonn og í 260 þúsund tonn árið 2007. Árið 2013 voru um 290.000 tonn af áli framleidd á Grundartanga. Til framleiðslunnar voru notuð um 4.400 GWst, eða tæpur fjórðungur alls rafmagns sem unnið er á Íslandi.
Fyrirtækið er í eigu Century Aluminum sem er með höfuðstöðvar í Chicago í Illinois í Bandaríkjunum. Century Aluminum á þrjú önnur álver í Bandaríkjunum og helmingshlut í því fjórða. Century Aluminum festi kaup á Norðuráli í apríl 2004 en áður var fyrirtækið dótturfyrirtæki Columbia Ventures Corporation (CVC) sem er með höfuðstöðvar í Vancouver, Washington í Bandaríkjunum og er í eigu Kenneth D. Peterson Jr.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.