Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Álsey (einnig stundum nefnd Álfsey) er eyja sem liggur um 3,5km vestur af Stórhöfða og er þriðja stærsta úteyja Vestmannaeyjaklasans. Eyjan er girt háum hömrum, að norðurhliðinni undanskilinni, og eru þeir næstum eggsléttir austan og sunnan til. Álsey er hálend og er 137m hár grasiþakinn hryggur á miðri eyju, en halli er mikill niður á brúnirnar. Af þessum sökum er lundabyggð þétt í Álsey og er lundaveiði mikil eftir því. Sauðfé er haft á beit á Álsey. Veiðikofi Álseyinga er staðsettur norðan megin á eyjunni.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.