From Wikipedia, the free encyclopedia
Wisława Szymborska, Maria Wisława Anna Szymborska (f. 2. júlí 1923 í Bnin hjá Poznań, d. 1. febrúar 2012 í Kraków) var pólskt ljóðskáld og þýðandi.
Eftir bernskuár í Toruń fluttist hún með fjölskyldu sinni til Krakár árið 1931 og hefur búið þar síðan. Hún nam pólsku og félagsfræði við Jagiellonska háskólann þar í borg milli 1945 og 1948.
Fyrsta ljóðið hennar - Szukam słowa (ég leita orðsins) - birtist í dagblaði árið 1945.
1954 hlaut Szymborska bókmenntaverðlaun Krakárborgar, verðlaun pólska menningarmálaráðuneytisins 1963, Siegmund-Kallenbach-verðlaunin 1990, Goethe-verðlaunin 1991, og Herder-verðlaunin 1995. Sama ár var hún gerð að heiðursdoktor við Adam-Mickiewicz-háskólann í Poznań. Bókmenntaverðlaun Nóbels hlaut hún árið 1996.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.