From Wikipedia, the free encyclopedia
Vigurmynd eða línuteikning er tölvuskrá sem inniheldur upplýsingar um þau grunnform (punkta, línur, boglínur og marghyrninga) sem mynda eina tvívíða mynd. Vigurmyndir eru þannig ólíkar rastamyndum þar sem hver punktur myndarinnar er geymdur í fylki. Með talsverðri einföldun má segja að í myndvinnslu með tölvu séu vigurmyndir oftast notaðar fyrir teikningar en rastamyndir fyrir ljósmyndir.
Andstætt rastamynd sem tapar gæðum (verður pixluð) við stækkun, er hægt að stækka og teygja vigurmynd að vild án þess að gæðin minnki.
Dæmi um algeng teikniforrit til að vinna með vigumyndir eru Adobe Illustrator, Adobe Flash, Inkscape og CorelDRAW. Algeng myndasnið fyrir vigurmyndir eru CGM, EPS, SVG, PDF og SWF.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.