Vestur-Miðhéruð (e. West Midlands) er einn af níu embættislegum landshlutum á Englandi og nær yfir vesturhelming svæðisins sem nefnist Miðhéruð. Önnur stærsta borgin á Bretlandi, Birmingham, er í þessum landshluta. Það er til stórt þéttbýli í vestur-Miðhéruðum sem inniheldur borgirnar Dudley, Solihull, Walsall og West Bromwich. Borgin Coventry er líka í landshlutanum en er aðskilin af öðrum þéttbýlunum.

Kort af Vestur-Héruðum.

Landslag svæðisins er fjölbreytt. Í austurhlutunum eru stór þéttbýli en það eru fleiri landsbyggðar í vestursýslunum Shropshire og Herefordshire sem liggja að Wales. Lengsta áin á Bretlandi sem heitir Severn rennur suðaustur inni í svæðinu, í gegnum Shrewsbury og Worcester, og Ironbridge Gorge sem er heimsminjaskrá UNESCO og var fæðingarstaður Iðnbyltingarinnar. Í Staffordshire sýslunni er staður nefnist Potteries, hópur borga sem inniheldur Stoke-on-Trent, og líka Staffordshire Moorlands svæðið sem liggur að Peak District-þjóðgarðinum. Það eru fimm náttúrufegurðarstaðir í landshlutanum. Stratford-upon-Avon er í Warwickshire sýslunni og var fæðingarstaður William Shakespeares.

Það er líka til sýsla sem heitir Vestur-Miðhéruð sem varð til árið 1974. Sýslan nær yfir hluta Staffordshire, Worcestershire og Warwickshire.

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.