From Wikipedia, the free encyclopedia
Vefstóll er verkfæri til að vefa efni. Vefstólar geta verið fyrir handvefnað, fótstignir eða vélknúnir. Láréttir vefstólar urðu algengir í Norður-Evrópu fyrir lok miðalda en vefstólar bárust seint til Íslands og voru eingöngu fáir til um miðja 18. öld. Um miðja nítjándu öld höfðu vefstólar útrýmt gömlu kljásteinsvefstöðunum. Kljásteinsvefstaðir voru með steinum neðst sem þyngdu uppistöðuna og þurfti vefari að standa við vefinn og í slíkum vefstól tók einn vinnudag að vefa eina alin vaðmáls.
Hlutar fótstigins íslensks vefstóls eru:
1 hafaldatré
2 slöngurifur
3 hafaldasnæri
4 vippa
5 efri hafaldasköft
6 slagborð, skeiðarhald
7 skeið, vefjarskeið, ritti
8 skytta, vefjarskytta
9 ívaf
10 vefað
11 brjóstslá, brjósttré
22 setnfjöl, setbekkur
13 voðmeiður
14 framstuðull
15 skammel, stigskammel, fótskemlar
16 framslá
17 afturstuðull
18 efsta rim, kambatré, vængur
19 rifshaus með haldvindum
20 skeiðarhaldsarmur
22 uppistaða
22 spennislá
23 höföld
24 mið hliðarrim
25 haldvinda
26 neðsta hliðarrim
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.