From Wikipedia, the free encyclopedia
Varsímaeyja eða Wake-eyja er baugeyja í Norður-Kyrrahafi á leiðinni milli Honolúlú og Gvam. Varsímaeyja er yfirráðasvæði Bandaríkjanna undir stjórn bandaríska innanríkisráðuneytisins. Aðgangur að eyjunni er takmarkaður og allar framkvæmdir þar á hendi bandaríska flughersins, bandaríska hersins og þjónustufyrirtækisins Chugach McKinley, Inc..
Þótt talað sé um Varsímaeyju í eintölu, þá eru eyjarnar í raun þrjár umhverfis lónið í miðjunni. Þær heita Wake-eyja, Wilkes-eyja og Peale-eyja eftir foringjum í tveimur leiðangrum þangað 1796 og 1840, en það var spænskur landkönnuður, Álvaro de Mendaña de Neira, sem uppgötvaði eyjuna fyrstur árið 1568 og nefndi hana „San Francisco“.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.