Tungumál í útrýmingarhættu
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Tungumál í útrýmingarhættu er tungumál sem er í hættu á að deyja út þar sem málhafar deyja út eða taka upp annað tungumál. Þegar enginn talar málið lengur verður það útdautt tungumál. Þó að tungumál hafi alltaf dáið út í gegnum tíðina er talið að hlutfall tungumála sem eru að hverfa hafi hækkað töluvert undinfarin ár vegna hnattvæðingar og nútímanýlendustefnu, þar sem tungumál efnahagslega kraftmeiri landa ráða yfir þeim smærri [heimild vantar]. Tungumál sem færri tala geta með tíma dáið út vegna yfirráða stærri tungumála.
Ekki er vitað með vissu hversu mörg lifandi tungumál eru töluð í heimnum í dag, en gert er ráð fyrir að þau séu á milli 6.000–7.000. Talið er að 50–90% þessara tungumála verða útdauð fyrir árið 2100. Stærstu 20 tungumálin eru töluð af helmingi íbúa heimsins, en hin eru töluð í smærri samfélögum, oft með mannfjölda undir 10.000 manns.
UNESCO skiptir tungumálum í fimm flokka eftir líkum á útrýmingu: „öruggt“, „viðkvæmt“ (ekki talað af börnum heima fyrir), „örugglega í útrýmingarhættu“ (ekki talað af börnum), „í verulegri útrýmingarhættu“ (aðeins talað af eldri kynslóðum) og „í mikilli útrýmingarhættu“ (talað af nokkrum úr eldri kynslóðunum, oftast ekki reiprennandi). Málfræðingurinn Michael E. Krauss bjó til annað flokkunarkerfi þar sem tungumál er talið „öruggt“ ef líkur eru á því að börn tali það eftir 100 ár, „í útrýmingarhættu“ ef líkur eru á því að börn tali það ekki eftir 100 ár (60–80% tungumála eru í þessum flokki) og „dauðvona“ ef börn tala það ekki í dag.
Margir [hverjir?] telja að dauði tungumála skaði menningarlega fjölbreytni heimsins. Víða hafa verkefni verið sett í gang til að koma í veg fyrir útrýmingu tungumála, t.d. með því að endurvekja mál í útrýmingarhættu og stuðla að menntun og bókmenntum á minnihlutatungumálum. Í mörgum löndum hafa reglugerðir verið leiddar í lög sem er ætlað að verja minnihlutatungumál og tryggja rétt þeirra sem tala þau.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.