Sólargangur á við hreyfingu sólar á himninum. Sólarupprás eða sólris telst þegar efri rönd sólar nemur við sjóndeildarhring (sjónbaug) á uppleið, en sólarlag eða sólsetur þegar sólin hverfur niður fyrir sjóndeildarhring. Lengd sólargangs er tíminn frá sólarupprás til sólseturs. Í almanaki telst dögun þegar sólmiðjan er 18° undir sjónbaug og á uppleið, og svo birting þegar hún er 6° undir sjónbaug. Samsvarandi telst myrkur þegar sólmiðjan er 6° undir sjónbaug og á niðurleið, og svo dagsetur þegar hún er 18° undir sjónbaug. Hádegi er þegar sólmiðjan er í hásuðri, en miðnætti hálfum sólarhring síðar. (Reiknað er með 0,6° ljósbroti í andrúmsloftinu.)

Thumb
Sólarupprás í gif myndskeiði

Heimildir

Tengt efni

Tenglar

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.