Benjavalurt[2] (fræðiheiti: Symphytum × uplandicum[3]) er fjölær jurt af munablómaætt, ættuð frá Evrasíu. Hún ber fjólublá til himinblá blóm í margblóma kvíslskúf. Öll jurtin er bursthærð. Blöðin stór, hjartalaga. Hún er algengur blendingur valurtar og burstavalurtar og myndast náttúrulega í Kákasus þar sem útbreiðsla móðurtegundanna mætist, en aðallega í görðum þar sem báðar eru ræktaðar.
Benjavalurt | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||
Symphytum × uplandicum Nyman[1] | ||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||
Symphytum × coeruleum Petitm. ex Thell. |
Benjavalurt er talin góð fóðurplanta fyrir býflugur.[4] Einnig er hún ræktuð sem lækningaplanta[5] eins og móðurtegundirnar, svo og sem fóðurplanta og til að bæta jarðvegsástand.
Hún er harðgerð og hefur reynst vel í görðum hérlendis.
Þekktustu ræktunarafbrigðin "Bocking No. 4" og "Bocking No. 14" frá HDRA (Henry Doubleday Research Association), sem og "Harras"[6] sem er fyrsta afbrigðið án pyrrolizidine alkólíóða sem hafa verið bendlaðir við lifrarskemmdir.[7]
Tilvísanir
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.