From Wikipedia, the free encyclopedia
Svarti september í Jórdaníu (arabíska: أيلول الأسود; aylūl al-aswad) var borgarastyrjöld í Jórdaníu sem hófst í september árið 1970 og lauk í júlí 1971. Helstu átökin voru milli Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) undir forystu Yasser Arafat og Jórdaníuhers undir forystu Husseins Jórdaníukonungs. Nágrannaríkið Sýrland tók þátt í átökunum til stuðnings Palestínumönnum og með fulltingi Sovétríkjanna.
Átökin hófust þegar Hussein konungur reyndi að takmarka starfsemi samtaka Palestínumanna í landinu. Palestínumenn svöruðu með því að setja upp eigið landamærakerfi og vegabréfaeftirlit. Eftir misheppnaðar tilraunir til að myrða Hussein konung skipaði hann hernum að ráðast gegn Palestínumönnum og setti herlög 15. september 1970. Þúsundir Palestínumanna féllu í átökunum sem fylgdu í kjölfarið. Þann 31. október undirritaði Arafat friðarsamkomulag sem fól í sér óskorað vald Husseins yfir Jórdaníu og að Palestínumenn hlíttu jórdönskum lögum. Hluti Palestínumanna hafnaði samkomulaginu og átök hófust aftur í nóvember. Lokaaðgerð Jórdaníuhers var í júlí 1971 þegar síðasta andstaðan var barin niður.
Samtökin Svarti september voru stofnuð sem hryðjuverkahópur innan Fatah-hreyfingar Arafats. Samtökin stóðu fyrir nokkrum hryðjuverkaárásum utan Jórdaníu á þessum árum. Hópur palestínskra skæruliða flúði til Líbanon eftir borgarastyrjöldina og áttu þar þátt í að hrinda borgarastyrjöldinni í Líbanon af stað.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.